13.11.2024
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir sjúkraþjálfari er komin í fæðingarorlof og mætir til starfa á haustmánuðum 2025.
08.10.2024
Magdalena Bugajska sjúkraþjálfari hóf störf hjá okkur í Orkuhúsinu í byrjun október. Hún útskrifaðist frá University School of Physical Education í Kraków í Póllandi árið 2015. Frá árinu 2021 hefur hún starfað sem sjúkraþjálfari á Landspítalanum Fossvogi. Hún heldur áfram störfum þar samhliða því að starfa hjá okkur í Orkuhúsinu. Við bjóðum hana velkomna í hópinn.
03.10.2024
Rozalia Dyblik sjúkraþjálfari hóf störf hjá okkur í Kringlunni þann 1.október. Hún útskrifaðist með M.Sc. í sjúkraþjálfun frá University of Physical Education í Wroclaw í Póllandi árið 2021. Frá þeim tíma hefur hún starfað sem sjúkraþjálfari í Póllandi en kemur nú til starfa hjá okkur. Við bjóðum hana velkomna í hópinn.
02.10.2024
Oskar Helgason Soler sjúkraþjálfari hóf störf hjá okkur í Kringlunni þann 1.október s.l. Oskar útskrifaðist frá Universidad CEU Pablo í Madrid árið 2022. Frá þeim tíma hefur hann starfað sem sjúkraþjálfari á Spáni, Kenya og Íslandi. Við bjóðum hann velkomin til starfa.
28.08.2024
Telma Hjaltalín Þrastardóttir sjúkraþjálfari kemur aftur til starfa eftir tæplega tveggja ára fjarveru þar sem hún bjó erlendis um tíma og var í fæðingarorlofi. Hún hefur störf 11.september og kemur til með að starfa í Urðarhvarfi. Bjóðum hana velkomna til baka.
26.08.2024
Nadia Margrét Jamchi sjúkraþjálfari er komin í barneignaleyfi og mætir til starfa á haustmánuðum 2025.
05.07.2024
Kolbrún Vala Jónsdóttir sjúkraþjálfari sem hefur búið erlendis undafarna mánuði kemur til starfa þann 24.júlí. Við bjóðum hana velkomna til baka í Kringluna.
24.06.2024
Við breytum opnunartímanum hjá okkur í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Á þeim tíma verður hann frá 8:00 - 16:00 alla virka daga. Hann fer síðan í fyrra horf þann 6.ágúst.
24.06.2024
Hildur Una Gísladóttir sjúkraþjálfari hefur störf hjá okkur í Kringlunni n.k. fimmtudag, 27.júní. Hún útskrifaðist frá HÍ árið 2023 og titill mastersverkefnis hennar er "Tengsl þjálfunarálags og blóðpróteina sem endurspegla streitu, bólgu og ónæmisviðbrögð meðal hlaupara". Við bjóðum hana velkomna í hópinn.
17.06.2024
Það verður óbreyttur opnunartími hjá okkur í Kringlunni á morgun þrátt fyrir að Kringlan sjálf verði lokuð. Inngangurinn til okkar í gegnum Kringluna verður lokaður og viðskiptavinir því beðnir um að ganga inn um innganginn af bílastæðinu á 3.hæðinni.