Spurt og svarað

Hvar er hægt að sækja um endurgreiðslu vegna kostnaðar við sjúkraþjálfun?

Mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði við sjúkraþjálfun, best er að leita upplýsinga hjá viðkomandi stéttarfélagi. Íþróttamenn 16 ára og eldri geta sótt um endurgreiðslu í slysatryggingasjóð ÍSÍ. Í sumum tilfellum taka sjúkrasjóðir lífeyrissjóðanna þátt í kostnaði.
 

Hvað gerist ef ég kemst ekki í tíma?

Ef þú lætur vita með góðum fyrirvara þ.e. í síðasta lagi fyrir kl 17.00 daginn fyrir meðferðardaginn fellur tíminn niður en ef ekki þá þarftu að greiða forfallagjald.

Eru búningsklefar í Sjúkraþjálfun Íslands?

Já, það eru búningsklefar með fyrirtaks sturtuaðstöðu í Sjúkraþjálfun Íslands, bæði í Kringlunni og Orkuhúsinu.

Þarf ég að hafa með mér æfingaföt þegar ég mæti í sjúkraþjálfun?

Yfirleitt er það ekki nauðsynlegt í fyrsta tíma, annars veltur það á meðferðarforminu og því er best að ráðfæra sig við sjúkraþjálfarann.

Hvað þarf ég að fara oft í sjúkraþjálfun?

Það er mjög misjafnt hve oft hver einstaklingur þarf að fara í sjúkraþjálfun. Það veltur allt á einkennum og framgangi meðferðar. Beiðnin um sjúkraþjálfun frá lækni eða sjúkraþjálfara á heilsgæslustöð gildir í 15 skipti á árs tímabili. Ef þörf er á fleiri skiptum en 15 þá þarf að sækja sérstaklega um það til Sjúkratrygginga Íslands og sér sjúkraþjálfarinn um það.