27.08.2021
Þann 1.september n.k. hefur Rúnar Karl Elfarsson sjúkraþjálfari störf hjá okkur. Hann lauk B.Sc. prófi í sjúkraþjálfun frá HÍ vorið 2017. Rúnar Karl hefur starfað á bæklunarskurðdeild Landspítalans frá því að hann útskrifaðist og til dagsins í dag. Ásamt því að starfa þar sem sjúkraþjálfari hefur hann komið að klínískri kennslu fyrir sjúkraþjálfaranema á Landspítalanum frá 2019. Árið 2017 starfaði hann einnig hjá Hreyfingu við hjólaþjálfun og hjá Hjólaþjálfun árin 20017-2019.
Rúnar Karl kemur til með að starfa í Kringlunni og bjóðum við hann velkominn í okkar hóp.
24.08.2021
Þann 1.september n.k. hefur Hilmar Þór Hilmarsson sjúkraþjálfari störf hjá okkur. Hann lauk B.Sc. prófi í sjúkraþjálfun frá HÍ vorið 2019 og síðan mastersgráðu í júní 2021. Hilmar er með B.Sc. gráðu í íþróttafræðum frá HR sem hann lauk árið 2016. Þá hefur hann starfað sem íþróttafræðingur/sjúkraþjálfari á Hrafnistu á sumrin á timabilinu 2017-2021. Hilmar hefur starfað sem sjúkraþjálfari með meistaraflokksliðum í körfubolta og knattspyrnu frá árinu 2018.
Í reglugerð heilbrigðisráðherra um endurgreiðslu vegna sjúkraþjálfunar kemur fram að endurgreiðslan nær ekki til viðskiptavina sjúkraþjálfara sem hafa minna en tveggja ára starfsreynslu. Skjólstæðingar þeirra munu því ekki njóta niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands. Því mun Hilmar Þór starfa utan greiðsluþátttökukerfis stjórnvalda.
Hilmar Þór kemur til með að starfa í Kringlunni og bjóðum við hann velkominn í okkar hóp.