24.02.2022
Kæru viðskiptavinir.
Þar sem allar opinberar sóttvarnartakmarkanir falla niður á miðnætti viljum við koma eftirfarandi á framfæri:
• Grímunotkun er valfrjáls í okkar húsnæði.
• Ef viðskiptavinur óska eftir því að sjúkraþjálfari hans beri grímu verður hann við því.
• Við hvetjum sjúkraþjálfara okkar sem og viðskiptavini til að halda sig heima ef þeir eru með einkenni.
• Við verðum áfram með spritt og aðrar sóttvarnarvörur í boði.
• Við hvetjum alla til að þrífa tækin í æfingasal eftir notkun.
• Við hvetjum alla til að viðhafa persónubundnar sóttvarnir.
16.02.2022
Þann 15.febrúar 2022 útskrifaðist Sandra D. Árnadóttir sjúkraþjálfari með mastersgráðu í íþróttavísindum og þjálfun frá Háskólanum í Reykjavík. Lokaverkefni hennar ber nafnið Líkamlegur og andlegur munur á aldri, kyni og grein hjá íslensku landsliðsfólki í fimleikum (Evaluation of physical and psychological differences for age, gender and discipline in elite gymnasts in Iceland). Við óskum henni til hamingju með áfangann.
11.02.2022
Sjúkraþjálfun Íslands er að fara af stað með mömmunámskeið þann 22.febrúar nk. Það var fullbókað á seinasta námskeið sem hófst 11.janúar s.l..
Þjálfun fer fram í Sjúkraþjálfun Íslands í Kringlunni frá 11.45-12.45 á þriðjudögum og föstudögum. Námskeiðið verður í 6 vikur og við bjóðum upp á pláss fyrir 8 konur, a.m.k. 6 vikum eftir barnsburð. Námskeiðið hentar konum með grindar- og mjóbaksverki í kjölfar meðgöngu sem og einkennalausum konum sem vilja vinna í grunnstyrk eftir meðgöngu. Börn eru velkomin með mæðrum sínum á námskeiðið. Ásamt styrktarþjálfun verður lögð áhersla á fræðslu um stoðkerfið og viðeigandi þjálfun eftir meðgöngu og fæðingu.
Kennarar námskeiðinu eru sjúkraþjálfararnir Guðrún Halla Guðnadóttir, Nadia Margrét Jamchi og Þórdís Ólafsdóttir. Tekið er á móti skráningu í netfangið gudrunhalla@sjukratjalfun.is með fullu nafni og kennitölu.
SAMANTEKT
Mömmuþjálfun:
Þriðjudaga og föstudaga klukkan 11.45 – 12.45 frá 22. febrúar til 1. apríl (6 vikur)
Staðsetning: Kringlan – Litli salur
Verð: 27.900.-
Skráning á gudrunhalla@sjukratjalfun.is (Fullt nafn og kt.)
11.02.2022
Malen Björgvinsdóttir sjúkraþjálfari hefur unnið hjá okkur í Orkuhúsinu í 60% starfi undanfarna mánuði. Það gleður okkur að tilkynna að frá og með 1.mars verður hún í 100% starfi hjá Sjúkraþjálfun Íslands. Malen verður 3 daga í viku í Orkuhúsinu og 2 daga í Kringlunni.