19.08.2022
Klaudia Glód sjúkraþjálfari hefur störf hjá okkur í næstu viku. Hún kemur frá Póllandi en hefur búið á Íslandi í 1 ár. Hún kemur til með að starfa í Orkuhúsinu. Við bjóðum hana velkomna í hópinn.
Klaudia Głód, fizjoterapeutka rozpoczęła prace w naszym gronie. Pochodzi z Polski, a na Islandii mieszka od roku. Cieszymy się, że dołączyła do naszego zespołu.
08.08.2022
Kolbrún Vala sjúkraþjálfari er á leið í ársleyfi frá og með miðjum ágúst.
01.08.2022
Miðvikudaginn 3.ágúst mætir Nadia Margrét Jamchi sjúkraþjálfari aftur til starfa eftir barneignaleyfi. Við bjóðum hana velkomna.
15.06.2022
Elís Þór sjúkraþjálfari náði stórum áfanga þegar hann varði doktorsverkefnið sitt við Háskóla Íslands þann 1.júlí 2022.
13.04.2022
Sjúkraþjálfun Íslands er að fara af stað með mömmunámskeið þann 19.apríl nk. Það var fullbókað hjá okkur á seinasta námskeið en það eru 2 pláss laus á þetta.
24.02.2022
Kæru viðskiptavinir.
Þar sem allar opinberar sóttvarnartakmarkanir falla niður á miðnætti viljum við koma eftirfarandi á framfæri:
• Grímunotkun er valfrjáls í okkar húsnæði.
• Ef viðskiptavinur óska eftir því að sjúkraþjálfari hans beri grímu verður hann við því.
• Við hvetjum sjúkraþjálfara okkar sem og viðskiptavini til að halda sig heima ef þeir eru með einkenni.
• Við verðum áfram með spritt og aðrar sóttvarnarvörur í boði.
• Við hvetjum alla til að þrífa tækin í æfingasal eftir notkun.
• Við hvetjum alla til að viðhafa persónubundnar sóttvarnir.