Föstudaginn 1. júlí varði Elís Þór Rafnsson sjúkraþjálfari doktorsritgerð sína í heilbrigðisvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Álagseinkenni í handknattleik karla á Íslandi: Leit að áhættuþáttum álagseinkenna í hnjám, mjóbaki og öxlum. Overuse problems in Icelandic male handball: Search for risk factors in the knee, low-back and shoulder.
Andmælendur voru dr. Jesper Bencke, framkvæmdastjóri rannsóknarstofu við Hvidovre Hospital og Kaupmannahafnarháskóla, og dr. Jón Karlsson, prófessor emeritus við Háskólann í Gautaborg.
Umsjónarkennari og leiðbeinandi var Árni Árnason, prófessor. Auk hans sátu í doktorsnefnd Grethe Myklebust prófessor, Roald Bahr prófessor og Örnólfur Valdimarsson bæklunarlæknir.
Þórarinn Guðjónsson, prófessor og deildarforseti Læknadeildar, stjórnaði athöfninni sem fór fram í Hátíðasal Háskóla Íslands þann 1.júlí 2022 kl. 13.00.