Álagseinkenni frá hásinum er mjög algengt vandamál bæði hjá íþróttafólki og hjá hinum almenna borgara. Markmið rannsóknarinnar er að auka skilning á verkjum af völdum álagseinkenna frá hásinum. Þróuð hefur verið ný meðferð við hásinavandamálum og verður hún prófuð og borin saman við þekkt meðferðarform sem notað hefur verið með góðum árangri.
Tilgangur rannsóknarinnar er að bæta við þá þekkingu sem þegar er til staðar varðandi hásinavandamál og reyna að bæta þau meðferðarform sem eru notuð í dag.
Ekki er til mikið af viðurkenndum meðferðarformum sem hafa sýnt tölfræðilegan marktækan mun nema eksentrískar æfingar.