Námskeið fyrir fólk 67 ára og eldri með áherslu á styrktar- og jafnvægisæfingar.
Æfingar eru fjölbreyttar með það að megin markmiði að stuðla að aukinni færni í daglegu lífi á efri árum. Fjölbreyttir tímar með áherslu á að auka grunnstyrk, þol og jafnvægi.
Kennt er í litlum hópum tvisvar í viku í 6 vikur, 45 mín í senn.
Þjálfunin er niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands og því æskilegt að vera með tilvísun í sjúkraþjálfun við skráningu á námskeiðið.
Kringlan: Þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 13.30
Urðarhvarf: Mánudaga og miðvikudaga klukkan 11.30
Malen Björgvinsdóttir
Róbert Þór Henn
Einstaklingar fá einnig æfingaplan með æfingum sem auðvelt og öruggt er að framkvæma heimavið og er góð viðbót við námskeiðið.
Skráningu og fyrirspurnir um frekari upplýsingar má senda á orkuhusid@sjukratjalfun.is eða kringlan@sjukratjalfun.is
Næstu námskeið hefjast 27.febrúar 2023.