Lagst á fjórar fætur. Draga naflann inn og halda honum þannig meðan æfingin er gerð. Hryggsúlunni haldið í sem eðlilegastri stöðu með væga fettu í mjóbaki. Þá er öðrum handleggnum lyft og gagnstæðum fótlegg (sjá mynd) og haldið í 2 sekúndur og síðan niður aftur. Næst er hinum handleggnum og gagnstæðum fótlegg lyft á sama hátt. Mikilvægt að halda stöðu hryggjar allan tímann.