• Kópavogur

    Orkuhúsið

    Orkuhúsið var stofnað árið 2003 og það eru þrú fyrirtæki sem standa að því. Þau eru Sjúkraþjálfun Íslands, Stoðkerfi og Röntgen Orkuhúsinu. Frá árinu 2003 var starfsemin á Suðurlandsbraut 34 í Reykjavík en í byrjun febrúar 2020 flutti starfsemin í Urðarhvarf 8 Kópavogi. Markmið starfsemi Orkuhússins er að veita viðskiptavinum sínum sem allra bestu þjónustu við meðhöndlun þeirra kvilla sem hrjá þá. Sjúkraþjálfun Íslands er í um 1180 fm rými á 4.hæð hússins. Þar er aðstaða fyrir 23 sjúkraþjálfara, tveir framúrskarandi æfingasalir og hópæfingasalur.

    Myndir

  • Reykjavík

    Kringlan

    Þegar ljóst varð að Orkuhúsið mundi flytja af Suðurlandsbraut 34 í Reykjavík stóð fyrirtækið á krossgötum þar sem ákveðið var að flytja það í Kópavog en starfsemin hafði verið í Reykjavík frá stofnun stofunnar. Því varð úr að opna aðra stofu í verslunarmiðstöðinni Kringlunni til að auka þjónustu fyrirtækisins við viðskiptavini sína. Stofan er 1438 fm að stærð og staðsett á 3.hæð Kringlunnar með aðstöðu fyrir 27 sjúkraþjálfara og framúrskarandi æfingaaðstöðu ásamt hópæfingasal. Aðkoma að stofunni er bæði í gegnum verslunarmiðstöðina og einnig beint inn af bílastæðinu á efsta pallinum sem staðsettur er nyrðst af bílastæðunum.

    Myndir

Fréttir og tilkynningar

Fróðleikur

Rannsóknir, æfingar og önnur fræsla

Kópavogur

Urðarhvarf 8, Kópavogur

Reykjavík

Kringlan 4-12, 103 Reykjavík