Veitum góða og faglega þjónustu á sviði sjúkraþjálfunar
Hjá okkur starfa um 58 sjúkraþjálfarar og 7 starfsmenn í móttöku. Við erum mjög stolt af okkar starfsfólki
Sjúkraþjálfun Íslands er opin frá 8:00 til 17:00 mánudaga til fimmtudaga en föstudaga frá 8:00 til 16:15
Vinsamlegast tilkynnið forföll tímanlega eða í síðasta lagi fyrir 17:00 daginn fyrir meðferðartíma
Kópavogur
Orkuhúsið var stofnað árið 2003 og það eru þrú fyrirtæki sem standa að því. Þau eru Sjúkraþjálfun Íslands, Stoðkerfi og Röntgen Orkuhúsinu. Frá árinu 2003 var starfsemin á Suðurlandsbraut 34 í Reykjavík en í byrjun febrúar 2020 flutti starfsemin í Urðarhvarf 8 Kópavogi. Markmið starfsemi Orkuhússins er að veita viðskiptavinum sínum sem allra bestu þjónustu við meðhöndlun þeirra kvilla sem hrjá þá. Sjúkraþjálfun Íslands er í um 1180 fm rými á 4.hæð hússins. Þar er aðstaða fyrir 23 sjúkraþjálfara, tveir framúrskarandi æfingasalir og hópæfingasalur.
Reykjavík
Þegar ljóst varð að Orkuhúsið mundi flytja af Suðurlandsbraut 34 í Reykjavík stóð fyrirtækið á krossgötum þar sem ákveðið var að flytja það í Kópavog en starfsemin hafði verið í Reykjavík frá stofnun stofunnar. Því varð úr að opna aðra stofu í verslunarmiðstöðinni Kringlunni til að auka þjónustu fyrirtækisins við viðskiptavini sína. Stofan er 1438 fm að stærð og staðsett á 3.hæð Kringlunnar með aðstöðu fyrir 27 sjúkraþjálfara og framúrskarandi æfingaaðstöðu ásamt hópæfingasal. Aðkoma að stofunni er bæði í gegnum verslunarmiðstöðina og einnig beint inn af bílastæðinu á efsta pallinum sem staðsettur er nyrðst af bílastæðunum.