8. Sep 2013
Lið Sjúkraþjálfunar Íslands náði 2.sæti, ásamt liði Applicon, í Firmakeppni Þríkó (synda, hjóla og hlaupa) en keppnin fór fram í morgun og var haldin í Kópavogi. Óskum liðsmönnum til hamingju með glæsilegan árangur.
5. Sep 2013
Sólveig María Sigurbjörnsdóttir sjúkraþjálfari lét af störfum hjá Sjúkraþjálfun Íslands í Heilsuborg frá og með 1.september s.l.. Hún er farin til starfa á öðrum vettvangi en verður þó viðloðandi námskeið í Heilsuborg áfram. Ásta Árnadóttir sjúkraþjálfari tekur við stöðu hennar í Heilsuborg.
5. Sep 2013
Andri Roland Ford sjúkraþjálfari hóf störf hjá Sjúkraþjálfun Íslands 1.september s.l.. Hann starfar á Suðurlandsbraut 34. Við bjóðum hann velkominn í hópinn. Nánari upplýsingar um hann má sjá undir liðnum "starfsfólk".
19. Ágú 2013
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kom í heimsókn í Orkuhúsið í byrjun júlí ásamt aðstoðarmönnum. Þau fengu kynningu á starfsemi hússins og skoðuðu aðstöðu fyrirtækjanna sem þar starfa. Það er ánægjulegt þegar ráðamenn þjóðarinnar gefa sér tíma til að skoða hvað er að gerast í einkarekna hluta heilbrigðisgeirans.
23. Júl 2013
Ásta Árnadóttir sjúkraþjálfari og knattspyrnukappi hóf störf hjá okkur nú í byrjun júlí. Hún kemur til með að vinna bæði á Suðurlandsbrautinni og í Heilsuborg. Við bjóðum hana velkomna í hópinn.
28. Jún 2013
Sú breyting verður í júlí að opnunartíminn styttist um 1 klst á föstudögum og verður því frá kl.8:00 til 16:00.
18. Jún 2013
Stefán fékk rannsóknarstyrk frá Íþróttasjóði ríkisins vegna mastersverkefnis sem hann vinnur að. Verkefni ber nafnið Áhrif mismunandi meðferðarforma á einkenni og færni fólks með hásinarvandamál. Óskum honum til hamingju með styrkinn. Nánari upplýsingar um rannsóknina má finna undir liðnum "Rannsóknir" hér á heimasíðunni.
13. Jún 2013
Kveðjuleikur Ólafs Stefánssonar verður gegn Rúmenum í Laugardalshöll á sunnudag kl.19:45. Við hvetjum alla til að mæta og kveðja drenginn. Elli og Pétur verða allavega á staðnum. Áfram Ísland.
21. Maí 2013
Sjúkraþjálfun Íslands hefur fest kaup á Game Ready tæki en það gefur öflugan þrýsting og kælingu samtímis.  Game Ready hentar vel eftir aðgerðir eða áverka sem fólk verður fyrir. Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu framleiðanda -  http://www.gameready.co.uk
29. Apr 2013
Dagana 6.-8. maí fer fram ráðstefna í Osló, um stoðkerfisvandamál, á vegum Oslo Sports Trauma Research Center. Þar verður Elís með fyrirlestur tengdan doktorsverkefni sínu og nefnist hann "Overuse problems in Icelandic elite male handball players".

Pages