15. Apr 2014
Sjúkraþjálfun Íslands hefur tekið í notkun höggbylgjutæki (shock wave) frá Enraf-nonius sem er það fyrsta sinnar tegundar sem umboðsaðilinn Icepharma, afhendir hér á landi.  Á meðfylgjandi mynd má sjá Halldór T. Pedersen frá Icepharma og Ólaf Þór frá Sjúkraþjálfun Íslands við afhendingu tækisins.
27. Mar 2014
Við höfum bætt 57 æfingum við æfingabankann á heimsíðunni okkar. Það er vídeó og/eða ljósmynd með öllum æfingunum. Vonandi að þær nýtist sem flestum. Það þarf bara að smella á "æfingar" og þá birtast þær allar. Þær eru flokkaðar eftir við hvaða líkamspart þær eiga og er hægt að smella á viðeigandi flokk á borðanum efst á síðunni.
16. Feb 2014
Samningur er kominn á milli sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands. Sjúkraþjálfarar hófu að starfa eftir honum s.l. föstudag.
11. Feb 2014
Heilbrigðisráðherra staðfesti ekki samning sem samninganefnd Sjúkratrygginga Íslands bauð sjúkraþjálfurum og þeir samþykktu. Sjúkraþjálfarar starfa því án samnings og þurfa að innheimta full komugjöld af viðskiptavinum sínum.
4. Feb 2014
Sjúkraþjálfun Íslands hefur lokað starfstöð sinni í Heilsuborg. Halldóra S. Gunnlaugsdóttir og Ásta Árnadóttir sjúkraþjálfarar eru því komnar til starfa á Suðurlandsbrautinni.
2. Jan 2014
Sjúkratryggingar Íslands tilkynntu sjúkraþjálfurum seint í gærkvöldi um breytingar á gjaldskrá vegna sjúkraþjálfunar. Breytingin felst í því að ríkið dregur úr greiðsluþátttöku sinni og því hækkar sú upphæð sem viðskiptavinir sjúkraþjálfara greiða. Þessi breyting felur ekki í sér taxtahækkun fyrir sjúkraþjálfara heldur auknar álögur á viðskiptavini þeirra.
1. Jan 2014
Við óskum öllum samstarfsmönnum, viðskiptavinum og velunnurum stofunnar sem og landsmönnum öllum gleðiliegs árs og þökkum samstarfið á liðnum árum.
19. Des 2013
Um hátíðarnar eru breyttir opnunartímar. Lokað verður dagana 24, 25, 26, 31. desember og 1 janúar. Skoðið frétt til að sjá nánar.
8. Des 2013
Í lok nóvember hélt Sjúkraþjálfun Íslands námskeið fyrir sjúkraþjálfara stofunnar. Það fór fram í fyrirlestrarsal Orkuhússins og var leiðbeinandinn dr. Harpa Helgadóttir sjúkraþjálfari. Viðfangsefnið var skoðun, greining og meðhöndlun mjóbaksvandamála. 
10. Okt 2013
Eygló Traustadóttir sjúkraþjálfari varði meistararitgerð sína í hreyfivísindum við Háskóla Íslands 1.október s.l.. Verkefnið ber nafnið Stoðkerfisverkir og tengsl við hreyfingu, þrek, beinþéttni og holdarfar. Við óskum henni til hamingju með áfangan.

Pages