20. Sep 2014
Andri R. Ford hélt til Englands í gær til að mennta sig enn frekar. Hann hefur því látið af störfum hjá Sjúkraþjálfun Íslands í bili. Við óskum honum góðs gengis og ánægjulegrar dvalar á erlendri grundu.
8. Sep 2014
Í dag er alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfara. Óskum öllum sjúkraþjálfurum nær og fjær til hamingju með daginn.
2. Sep 2014
Sólveig Þórarinsdóttir sjúkraþjálfari er mætt aftur til starfa eftir barneignafrí. Við bjóðum hana velkomna til baka.
10. Júl 2014
Við breytum opnunartímanum hjá okkur í júlí þannig að það verður opið til kl.16:00 á föstudögum í stað kl.17:00. Föstudaginn 8.ágúst breytist hann aftur í fyrra horf.
4. Jún 2014
Á Degi sjúkraþjálfunar komu þrír sjúkraþjálfarar frá Sjúkraþjálfun Íslands við sögu þ.e. Elís Þór var með fyrirlestur um álagseinkenni í handknattleik karla á Íslandi, Stefán var með fyrirlestur um áhrif mismunandi meðferðarforma á einkenni og færni fólks með hásinavandamál og Guðný Björg stýrði umræðum um mikilvægi djúpvöðvaþjálfunar - staðreynd eða goðsögn en hún skrifaði grein í blað sjúkraþjálfara með samsvarandi yfirskrift? Við óskum þeim til hamingju með virkilega gott framlag.
15. Maí 2014
Elís Þór Rafnsson sjúkraþjálfari og doktorsnemi kynnti doktorsverkefni sitt á ráðstefnu á vegum alþjóða Ólympíusambandsins sem fór fram í Mónakó 10-12 apríl s.l. (IOC world conference, prevention of injury and illness in sport). http://www.ioc-preventionconference.org 
30. Apr 2014
Reynir Björnsson heimilislæknir og formaður heilbrigðisnefndar KSÍ hélt í gær mjög vel heppnaðan fyrirlestur í Orkuhúsinu um höfuð- og hálsáverka. Á myndinni má sjá hann ásamt Ástu og Friðriki Ellert að fyrirlestrinum loknum.
15. Apr 2014
Sjúkraþjálfun Íslands hefur tekið í notkun höggbylgjutæki (shock wave) frá Enraf-nonius sem er það fyrsta sinnar tegundar sem umboðsaðilinn Icepharma, afhendir hér á landi.  Á meðfylgjandi mynd má sjá Halldór T. Pedersen frá Icepharma og Ólaf Þór frá Sjúkraþjálfun Íslands við afhendingu tækisins.
27. Mar 2014
Við höfum bætt 57 æfingum við æfingabankann á heimsíðunni okkar. Það er vídeó og/eða ljósmynd með öllum æfingunum. Vonandi að þær nýtist sem flestum. Það þarf bara að smella á "æfingar" og þá birtast þær allar. Þær eru flokkaðar eftir við hvaða líkamspart þær eiga og er hægt að smella á viðeigandi flokk á borðanum efst á síðunni.
16. Feb 2014
Samningur er kominn á milli sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands. Sjúkraþjálfarar hófu að starfa eftir honum s.l. föstudag.

Pages